sunnudagur, 13. mars 2005

Undanúrslit: MR - FB

Veit að margir eru ósammála en mér fannst þetta ein leiðinlegasta MORFís-keppni sem ég hef séð ef ekki sú leiðinlegasta. Fyrri umferðin var alveg skelfileg. Þetta er rökræðukeppni og vissulega komu rök. Menn reyndu líka við grínið, misjafnlega tókst til. Að öðrum ólöstuðum fannst mér Gunni í MR með skemmtilegustu ræðurnar, reyndar aðeins slappari í seinni umferð. Einn FB-ingurinn hljómaði eins og hann væri að flytja ræður á Alþingi, nánast alveg grínlausar. Það er ekki eitthvað sem ég nenni að hlusta á í svona keppni.

Mér finnst ræður þar sem menn bregða sér í búninga og slíkt oftast lélegar. Braga (FB) tókst þó sæmilega til með sína Göbbels-ræðu. Haraldur var betri í síðari umferð en þeirri fyrri en hann var dæmdur ræðumaður kvöldsins. Í fyrri fannst mér hann vera að reyna við stíl sem hentaði honum ekki (skammartóninn). Svo í seinni tók hann sinn venjulega stíl og það var miklu betra. Bragi var skástur FB-inga, hinir tveir voru leiðinlegir ræðumenn. Í seinni ræðu Jóns Eðvalds varpaði hann fram spurningu sem hann lagði mikla áherslu á að síðasti FB-ingurinn svaraði. Ég fiskaði eftir því hvort svarið kæmi og það kom ekki, sem hefði átt að draga hann niður. Lokaatriðið í seinni ræðu Jóns Eðvalds var feitur mínus. Virkaði a.m.k. mjög illa á mig (kórsöngur þar sem endurtekið var "notum smokkinn"). En eins og oft er sagt er auðveldara að dæma en að keppa.

FB vann með slatta mun. Það voru ekki ósanngjörn úrslit en ekkert sanngjörn heldur. Hefði getað lent hvorum megin sem var að mínu mati.

Merkilegt að í 3.bekk tók ég alltaf nærri mér þegar MR tapaði ræðukeppnum og spurningakeppnum, nú er mér orðið drullusama. Veit ekki af hverju. Eins og liðsandinn hjá mér hafi minnkað. Tek miklu meira nærri mér slæmt gengi Liverpool.