laugardagur, 25. júní 2005

Breytingar

Ýmsar breytingar hafa orðið á fjölskyldu- og búsetumynstri í kringum mig á síðustu misserum.

1998-2004 bý ég í Breiðholti. Faðir minn kennir og móðir mín er framkvæmdastjóri.
2003,ágúst: Foreldrar skilja. Pabbi flytur út í kjölfarið.
2004, ágúst: Ég, mamma og systir mín flytjum í Vesturbæ.
2004, desember: Pabbi fær starf sem túlkur í bænum Dronninglund á Jótlandi í Danmörku. Þar kaupir hann sér hús og sest að. Staðan er til fjögurra ára með möguleika á framlengingu í önnur fjögur.
2005, ágúst: Mamma hefur störf sem lektor við Danska lyfjafræðiháskólann í Kaupmannahöfn í Danmörku og flytur þangað ásamt systur minni. Systir mín hefur nám í dönskum menntaskóla. Lektorsstaðan er til tveggja ára.

Það er óneitanlega nokkuð sérstakt að foreldrar flytji út af heimilinu einn af öðrum. Hélt að venjan væri nú að börnin flyttu að heiman þegar þau væru uppkomin en ekki foreldrarnir. Ég verð einn eftir hér í Vesturbæ, ógiftur og barnlaus og lýk námi í MR. Óvíst er um framhaldið.