mánudagur, 6. júní 2005

Grínvekjari og grínmamma

Stundvíslega klukkan 7:00 í morgun hringdi vekjarinn minn. Ég hélt að þetta væri bara eitthvað grín svo ég reis upp og slökkti á vekjaranum og fór aftur að sofa. Klukkan 7:30 vaknaði ég við að mamma bankaði á dyr herbergisins. Ég spurði svefndrukkinn: "Hvað ert'að banka?". Móðir mín svaraði: "Átt þú ekki að vakna?". Þá mundi ég. Þá mundi ég að það er mánudagur. Þá mundi ég að ég á að mæta í vinnu á mánudagsmorgnum.

Það er ljótt þegar alvara lífsins vekur mann að morgni dags.