miðvikudagur, 22. júní 2005

Langamma

Því miður sá ég bara tvær langömmur mínar á lífi. Ein langamman, sem var dáin áður en ég fæddist, fór bara í bað tvisvar á ári og þótti það andskotans nóg. Svo sagðist hún vera húsfrú á fínu heimili og sagði að mamma og frænka mín væru vinnukonur hjá sér. Mér skilst að móðir mín hafi ekki viljað skrifa upp á það.