mánudagur, 13. júní 2005

Ruslana Lizhichko

Hlustaði áðan á disk með eurovisondrottningunni Ruslönu Lizhichko. Ekki hlustaði ég þó sjálfviljugur. Kannski er það misskilningur, en mér fannst þetta allt vera sama lagið og allt sami textinn. Reyndar var sungið á úkraínsku.

Hún Ruslana Lizhichko kann ekki ensku. Samt söng hún lagið Wild Dances í keppninni. Skyldi hún vita hvað það þýðir? Fékk hún kannski bara fyrirmælin: "Syngdu: "dæriraræra vardíro HEI dæriraræra hótærotsen HEI!...Wild Dances!"" ?