laugardagur, 11. júní 2005

Fótbolti og Pajdak-bræður

Fór á leik Fram og ÍA með þeim Pajdak-bræðrum (Tom, Rob og Vikk). Leikurinn fór 0-0 en Framarar voru sjóðandi vitlausir út í dómarann. Dómarinn gaf engum skagamanni gult en einum Framara og voru þeir ekki par sáttir. Einn sagði: "Gefðu fíflinu spjald. Ekki eins og Óli Þórðar komi og lemji þig" þegar hann sleppti skagamanni með spjald. Það er ekkert öruggt í þeim efnum. Óli gæti alveg lamið helvítið. En Óli er samt klassagaur. Það hefur verið skoðun mín síðan ég fylgdist með honum spila á Skaganum í gamla daga. En nú er ég að fara út að grilla. Út að grilla með Fazmo (og ískaldan Pripps í dós).