föstudagur, 6. október 2006

Neytendahorn

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur saxað verulega á Vífilfell á gosdrykkjamarkaði. Síðast þegar ég heyrði fréttir af stöðu fyrirtækjanna á markaði (sem var fyrir nokkrum mánuðum) man ég ekki betur en Ölgerðin væri komin með um 50% markaðshlutdeild á íslenskum markaði. Það hefði engum dottið í hug fyrir nokkrum árum.

Það verður að segjas alveg eins og er að Ölgerðin hefur haft mun betra auga fyrir góðum nýjungum en Vífilfell á síðustu árum. Kristall plús er dæmi um þetta. Sá drykkur hefur gjörsamlega slegið í gegn, maður sér fólk með þetta á hverju götuhorni. Kókdrykkja hefur að sama skapi minnkað hlutfallslega, sem er augljóslega af hinu góða. Ég mæli með bæði rauðum Kristal plús og fjólubláum, frábærir drykkir. Sá græni (með perubragði) er ekki vondur en skilur eftir of mikið eftirbragð. Held að hann seljist minna en hinir, rauði að sjálfsögðu mest. Ég tek fram að ég hef engar heimildir fyrir þessu, annað en það sem ég hef tekið eftir sjálfur og heyrt fólk ræða um.

Vífilfell hefur því um skeið verið eftirbátur Ölgerðarinnar í sódavatni. Toppur hefur einkum höfðað til sérvitringa. Drykkur með vondu sítrónubragði og langt frá því að vera ferskur. Á dögunum kynnti Vífilfell nýja gerð bragðbætts sódavatns, T2. Ég gaf T2 með sítrónubragði séns og þarna er loksins komið ágætt mótsvar við Kristal plús. Alls ekki sem verstur og sítrónubragðið mun ferskara en af hefðbundnum Toppi.

Niðurstaða: Sódavatn sem áður var drykkur sérvitringa og heilsfríka hefur haslað sér völl á almennum markaði með tilkomu vel heppnaðara bragðefna. Ég segi beint á erlenda markaði með Kristal plús og T2 gæti átt séns þar líka.