Staksteinar
Staksteinahöfundur Morgunblaðsins (væntanlega Styrmir Gunnarsson) skrifaði um daginn um Keflavíkurgöngu herstöðvaandstæðinga fyrir mörgum árum:- Það var markmið Samtaka herstöðvaandstæðinga að koma bandaríska varnarliðinu úr landi. Til þess að ná því marki gengu herstöðvaandstæðingar frá Keflavík.
-Já, þetta er rétt ef ég veit rétt. Svo:
- Þeir gengu í þágu kommúnismans sem hrundi með Berlínarmúrnum
- Þeir gengu í þágu Stalíns og eftirmanna hans en Stalín var einn helzti fjöldamorðingi 20. aldarinnar.
- Þeir gengu í þágu þeirra, sem hnepptu aðrar þjóðir í þrældóm.
- Þeir gengu í þágu þeirra, sem myrtu verkamenn á götum úti í Berlín 17.júní 1953.
Er þetta leið Morgunblaðsins til að ná til baka öllum þeim lesendum sem hafa snúið sér annað?
|