Nýtt upphaf
Ég var að velta fyrir mér - þótt slíkar vangaveltur hefðu fremur átt heima í upphafi skólársins í ágúst - af hverju þetta?:Staður: Unglingadeild grunnskóla:
"Hæ, krakkar ,jæja nú eru þið komin upp í unglingadeildina, nú munið þið sko kynnast félagslífi. Hér er endalaust partý blablabla..."
Staður: Menntaskóli:
"Hér er eitt öflugasta félagslíf á landinu, hér geta sko allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Menntaskólaárin eru sko bestu ár lífsins"
Staður: Háskóli:
"Já, oft er sagt að menntaskólaárin séu bestu ár lífsins. Ég hef eiginlega komist að því að háskólaárin eru bestu ár lífsins, a.m.k. ekki síðri en menntaskólaárin. Í Háskólanum er frábært félagslíf."
-og ATH: Sami maður sagði e-ð á þessa leið og hafði sagt sem inspector í MR að menntaskólaárin væru bestu árin.
Af hverju þetta? Hverju á maður að trúa? Hvar eru rannsólknirnar? Hver eru raunverulega bestu árin? Þetta þarf að komast á hreint. Setjum nefnd í málið.
Má jafnvel búast við þessu hér?:
Staður: Elliheimili:
"Jæja, "krakkar" ég veit að ykkur hefur verið sagt að menntaskólaárin séu bestu árin og að háskólaárin séu bestu árin, jafnvel að gaggó sé best af öllu. Þetta er allt LYGI! Elliheimilið er staðurinn fyrir alla, konur og karla, bestu ár lífsins. Hér er stórkostlegt félagslíf, hér er sungið og drukkið og djúsað alla daga, hér er félagsvist, hér eru prjónaklúbbar, hér er bingó, og síðast en ekki síst hópferðir til Kanarí! Gleymið öllu sem hefur verið logið að ykkur í fortíðinni. Þetta er málið! Svo þarf ekkert að sitja yfir námsbókum."
-og mun jafnvel sami maðurinn segja þetta og hafði haldið öðru fram áratugum áður? Ja, maður spyr sig.
|