þriðjudagur, 31. október 2006

Fauna og ritgerð

Fauna kom glóðvolg í fyrradag heim að dyrum. Það er leitt því þá get ég ekki lengur verið brjálaður.

Annars er ég að leggja lokahönd á ritgerð mína í alþjóðastjórnmálum: inngangi sem gildir 25% af lokaeinkunn í faginu. Ritgerðin fjallar um eitt af þremur efnum sem mátti velja um, að bera saman árásar- og varnarrealista og bera saman grunnhugmyndir beggja og þá kennimenn sem styðja hvora um sig. Þá skal fjalla um hvað skortir í kenningarnar og hvernig nýlíberísk stofnanahyggja getur bætt þær upp.

Hljómar gáfulega...eða hvað?