föstudagur, 20. október 2006

Vakning í málefnum

Ein helsta tuggan í dag virðist vera að tala um vakningu í ýmsum málefnum. Það er næstum jafnútbreitt og orðið aðili sem fjölmiðlum er tíðrætt um. Eða hver kannast ekki við setningar sem þessar?:

  • Það hefur orðið mikil vakning í málefnum geðfatlaðaðra á undanförnum fimm árum.
  • Mikil vakning hefur orðið í málefnum hreyfihamlaðra síðustu misseri.
  • Gríðarleg vakning hefur átt sér stað meðal þjóðarinnar í málefnum fanga undanfarin áratug.
Alltaf einhver vakning út um allt. Spekingur mætir í viðtal í fréttunum og frussar út úr sér spakmælatuggum nútímans: "Aðilar...vakning í málefnum...gefandi starf...blablabla...". Hvers vegna þarf svona mikið af liði að þusa það sama?

Þessi tugga hefur snaraukist með hverju árinu síðustu ár. Talaði Hitler e-n tímann um vakningu? Vakning í málefnum gyðinga? Naa.

Hvernig virkar svo þessi andskotans vakning sem er allsstaðar grasserandi? Kannski svona: Brjánn vaknar og fær sér morgunmatinn, les blaðið og fer út í bíl og brunar í vinnuna. Hann er enn hálfsofandi, enda nývaknaður, stoppar á rauðu ljósi, augnlokin síga nokkuð og þá gerist það - BAMM! Vakning verður í höfðinu á Brjáni, hann kveikir á perunni: "Hau.. málefni geðfatlaðra". Vakning hefur átt sér stað. Nokkrum mánuðum síðar lýstur niður í höfuðið á Brjáni vakningu í málefnum aldraðra: "Vó, ég hafði aldrei pælt í þessu fyrr en núna, AUÐVITAÐ, málefni aldraðra!"

Á allt öðrum stað í bænum í næstu viku er Skúli í svipuðum sporum. Vaknar, fær sér að éta o.s.frv., stoppar á rauðu ljósi BAMM - vakning: "Aaaaa, málefni geðfatlaðra". Önnur vakning. Þannig gengur þetta áfram viku eftir viku, bíl frá bíl.

Niðurstaða: Burt með svona fúlar tuggur. Hættið að tala um fokking "vakningu".