Allt sem mig vantar
Það er ótrúlegt hvað maður fær mikið af ruslpósti á hotmail. Og af ýmsum toga. Það er mikið um að verið sé að reyna að selja mér fasteignir í Bandaríkjunum. Svo hafa þeir greinilega frétt að mig vantar nýtt kreditkort. Já og viagra töflur á sérstökum kjörum, einmitt það sem ég var að leita að. Já, að ekki sé talað um nýjan farsíma á ofurtilboði. Og að ógleymdum öllum klámauglýsingunum. Og oftar en ekki fylgir með: "For U.S. residents only" þannig að ég get ekki einu sinni nýtt þessi frábæru tilboð. Já, og ég hef aldrei skráð mig á alla þessa djöfulsins ruslpóstlista. Ekki einn einasta. Í dag fékk ég til dæmis póst með þessu heiti: "I'm bored of my husband, come flirt with me" og sendandinn var Linda (já, ef einhver hefur áhuga á Lindu þá var þetta sent úr netfanginu: linda@mx3.savoradvertising.com). Og í póstinum stendur m.a. : "Read their profiles, see their photos, and then flirt with them while their husband is out of town" - "100% REAL bored and lonely women looking for a flirt". Hvurs konar djöfulsins rugl er þetta. Ef þessi Linda er að lesa þetta þá bendi ég henni á að ég hef engann áhuga. Og mér er andskotans sama þótt hún sé leið á manni sínum og þess háttar. Þessi auglýsingamennska í dag gengur gjörsamlega út í öfgar. Einhverra hluta vegna er Sjónvarpsmarkaðurinn hættur. Humm?
mánudagur, 17. febrúar 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|