mánudagur, 10. febrúar 2003

Liverpool eru ekki að standa sig sem skyldi þessa dagana. Þeir hafa verið nokkuð slappir í töluverðan tíma. En þeir eru kannski að rétta úr kútnum. Unnu West Ham 3-0 en svo kom jafntefli við Middlesbro. Ég heyrði mjög athyglisverða umræðu um Liverpool liðið á BBC. Þeir sögðu að Owen væri búinn að vera lélegur svo lengi að þ.að ætti bara að selja hann. Svo sögðu þeir að El Hadj Diouf virtist ekki vita hvar markið væri heldur hlypi bara um með boltann eins og hauslaus kjúklingur. Ég verð að viðurkenna að það var nokkuð til í þessu.