föstudagur, 28. febrúar 2003

Lélegasta kvikmynd sögunnar

Já, í gær fór ég á lélegustu mynd sem ég hef séð í bíó. Það var myndin Punch-Drunk Love. Hún á að vera gamanmynd. Þetta var ekki gamanmynd. Ég held að ég hafi ekki hlegið að einu atriði í myndinni. Þetta var Undirtónaforsýning og ég fór frítt á myndina sem og aðrir í salnum. Það var eins gott að maður borgaði sig ekki inn á þetta helvíti. Ég var einmitt búinn að sjá að myndin fékk 8 í einkunn hjá hinum "virta" kvikmyndavef imdb.com og að hún hafði hlotið "lof gagnrýnenda um allan heim". Þetta var liður í því að plata fólk á þessa ömurlegu mynd.

Söguþráðurinn: Aðalpersónan (Adam Sandler) var stórskrýtinn og vann hjá einhverju litlu skítafyrirtæki. Hann átti sjö systur sem voru alltaf að hringja í hann í vinnuna og hafa áhyggjur af honum. Svo stal hann litlu píanói. Hann keypti líka fullt af búðingi til að safna tilboðsmiðum á flugferðir sem voru á pökkunum. Og svo einn daginn hringdi hann í einhverja klámlínu. Stelpan sem hann talaði við þar fékk hjá honum krítarkortnúmer og ýmsar aðrar upplýsingar og fór síðan að taka villt og galið út af kortinu hans. Hann var fátækur og mátti ekkert við því. Já, svo var hann alltaf að brjóta rúður í æsku af því margir kölluðu hann homma. En svo kynntist hann einhverri konu og þau enduðu saman.

Vægast sagt grúthrútleiðinleg mynd og endilega farið EKKI á hana.

Einkunn: mínus tvær stjörnur af fimm mögulegum