sunnudagur, 16. febrúar 2003

Fríið fokið út í veður og vind

Já, nú er farið að síga á seinni hlutann á hinu svokallaða vorhléi Menntaskólans í Reykjavík. Einhverra hluta vegna virðist ég hafa misst af þessu fríi. Ég sem ætlaði að vera voðalega duglegur að læra og svona í fríinu. En nei, nú er fríið að verða búið og ég er eiginlega ekkert búinn að vera duglegur. Ég ætlaði að klára Hitzhikker (The Hitchiker´s Guide To The Galaxy) og svo ætlaði ég að lesa eitthvað í Snorra - Eddu en það hefur eitthvað misfarist. Ég er a.m.k búinn að gera smávegis í efnafræði og dönsku. Svo er þetta grábölvaða veður úti: rok og rigning. Þannig að fríið hefur bara fokið út í veður og vind.