MS-árshátíð
Ég fór því miður ekki á ballið en við kíktum eitthvað þarna fyrir utan Broadway þegar verið var að hleypa inn. Einu tók ég strax eftir (það er auðvelt að taka eftir ýmsu bláedrú): fólk var haugdrukkið. Þetta minnti mig mikið á eitthvað, ég áttaði mig ekki strax á hvað. Svo fattaði ég það: réttir. Já, fólkið var rollurnar ráfandi um í réttinni (biðröðinni fyrir utan) með tilheyrandi jarmi og það var að bíða eftir að vera dregið inn í dilkinn (inn á Broadway). Svo voru auðvitað einhverjir svartir sauðir sem höfðu gleymt miðanum eða týnt og þá máttu þeir ekki fara í þennan dilk. Þær rollur voru greinilega frá öðrum bæ og áttu að fara í einhvern annan dilk. Já og dyraverðirnir voru að sjálfsögðu fólkið í réttinni sem dregur rollurnar í dilkana. En flestar rollurnar komust þó í sinn dilk sem var Broadway.
Óttaleg vitleysa.
föstudagur, 28. febrúar 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|