föstudagur, 14. febrúar 2003

Ekki veit ég af hverju í fjandanum ég vaknaði klukkan sjö í morgun eftir að hafa farið að sofa eitthvað um fjögur þegar ég var búinn að drekka ótæpilegt magn af einhverju bölvuðu glundri. Jæja, en ég á eftir að leggja mig í dag. Og ég er alveg laus við höfuðverk og aðra fylgikvilla.