mánudagur, 17. febrúar 2003

Týpískt Eourovisionlag

Það er búið að velja framlag Íslands í Eurovision. Það er eitthvað lag sem Birgitta Haukdal syngur sem fer í keppnina. Það kemur ekki á óvart þar sem Birgitta og hljómsveit hennar Írafár hafa verið mjög vinsæl upp á síðkastið. Þau hafa selt vænan slatta af fyrstu plötu sinni og því er ekki lokið ennþá. Það hefði ekki skipt nokkru máli hvað Birgitta hefði sungið í forkeppninni, hún hefði unnið með hvaða lag sem er, slíkum vinsældum á hún að fagna þessa dagana. Þetta lag er alls ekkert sérstakt. Það er ekkert sérstakt við það. Þetta er bara mjög venjulegt lag en Birgitta söng það og þess vegna vann það. Ég hefði viljað sjá Eurovísu piltanna í Botnleðju vinna. Það er öðruvísi, nokkuð sérstakt, og hefði átt fullt erindi í keppnina í Eistlandi. Lagið sem Birgitta syngur er allt of venjulegt og ég spái því 15.sæti eða neðar. En ég verð samt að halda með Birgittu og félögum því að Birgitta er frá Húsavík eins og ég (Ég fæddist á Húsavík og bjó þar þangað til ég var tveggja ára þannig að ég get með réttu talist sannur Húsvíkingur). Svo sagði frænka mín mér að höfundur sigurlagsins er ansi skyldur mér: langamma mín og amma hans eru systur. Já, og ég og Birgitta erum auðvitað áttmenningar. Þannig að ég er tilneyddur til að halda með þessu lagi þótt það sé ekkert sérstakt.