þriðjudagur, 18. febrúar 2003

Amma fer ekki í MR

Já, ég var að læra fyrir efnafræðipróf í gær. Amma og afi voru í heimsókn. Allt í einu kemur amma og sér að ég er eitthvað að læra. Hún leit á blaðsíðuna í bókinni hjá mér, rak upp stór augu og sagði hneyksluð: "Guð minn almáttugur að þurfa að læra þetta! Það er eins gott að vera með höfuðið í lagi." Af þessu dreg ég þá ályktun að amma sé ekki á leiðinni í MR á næstunni.

Q. e. d.