þriðjudagur, 25. febrúar 2003

Æði runnið á kennara MR

Það er voðalega vinsælt hjá kennurunum að setja okkur mikið fyrir heima þessa dagana. Það eru próf og ritgerðaskil dag eftir dag. Í síðustu viku voru mörg próf og heimaverkefni og ekki er það minna þessa vikuna. Nú væri gott að vera á kokkabraut í MK en ég ætlaði einmitt í kokkinn. Þá væri örugglega lítið að læra heima. Maður gæti bara verið í góðu glensi að skera gúrkur og sveppi og henda því á pönnu og steikja það og þyrfti ekki að bræða úr heilanum yfir strembnum stærðfræðidæmum og hrútleiðinlegri frönsku. Já, það væri nú aldeilis munur. En ég valdi víst MR og stefni á að klára hann. Það er líka nokkuð ljóst að það er enginn Skarphéðinn Pálmason í MK sem er ekki gott. En Magnús faðir minn kennir þar. Það væri örugglega skrýtið ef pabbi kenndi mér.