mánudagur, 29. september 2003

Bleikir sokkar

Nú á ég fimm pör af bleikum sokkum. BÍDDU, BÍDDU, BÍDDU! Leyfið mér að útskýra áður en þið farið að bendla mig við einhvern helvítis hommaskap. Pabbi var að þvo þvott og bara skellti hvítu sokkunum með rauðu handklæðunum og þetta varð útkoman. Já, og ég vil geta gengið í mínum bleiku sokkum óáreittur. Ég er búinn að hefna mín á karlinum. Ég litaði allar spariskyrturnar hans bleikar. Nú munu allir halda að hann sé Páll Óskar þegar hann mætir á mannfögnuði og slíkt í skyrtunum. Hahahahhahhahahhahhaha. Hvílík geðveiki.