mánudagur, 29. september 2003

HALLÓ SULTUHEILI!

Það kom ekki alveg nógu vel út hjá mér á bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar ég ætlaði að taka fótboltaspekúlantinn Elvar mér til fyrirmyndar og öskra "HALLÓ SULTUHEILI!" á dómarann þegar hann dæmdi eins og fífl. Ég var nefnilega búinn að vera með hálsbólgu og röddin bara brast alveg við að öskra þetta. En hún er smám saman að koma aftur.

Annars ætlaði ég að nefna mjög góðan díl sem ég var að gera. Ég droppaði við hjá lakkrísmangaranum í MR og seldi honum útkrotaða Danmarks Mosaik verkefnabók fyrir tvo lakkríspoka. Geri aðrir betur. Lakkrísmangarar virðast vera ört vaxandi starfsstétt í MR.