mánudagur, 15. september 2003

Hvað á þetta að þýða?

Johnny Cash er dáinn. Ég ætla að kaupa mér disk með karli á næstunni og heiðra þannig minningu hans. Það er gefnara en allt gefið. Í dag fór ég í Skífuna og splæsti í þrjár plötur: Megas 1972-2002 (þrír diskar í pakka), Ensími-Ensími og Nýdönsk - Húsmæðragarðurinn. Þarna þekki ég mig. Ég keypti reyndar Nýdönsk diskinn aðallega út af því að hann var á hundrað kall. Kaupæði, ef þú veist hvað ég meina félagi.

Ég var að koma af ræðunámskeiði Framtíðarinnar sem var alveg þrælmagnað. Stefán Pálsson var lærimeistari ásamt Ara Eldjárn og stóðu þeir piltar sig bara andskoti vel. Pizzur voru étnar.

Væntanleg er umfjöllun um göngur og sauðfé í Kelduhverfi á næstunni, en þar var ég einmitt um helgina.