sunnudagur, 21. september 2003

FRAM - Þróttur í lokaumferð Landsbankadeildar karla

Ég fór á leik FRAM og Þróttar á Laugardalsvelli í gær. Ekki get ég státað mig af því að styðja annað liðanna, en ég gerðist þó hálfur FRAMari á þessum leik. Óneitanlega var gleðiefni fyrir mig, hálfan Framarann, að þeir unnu og sendu Þrótt niður um deild. Hins vegar var leikurinn ekki sérstaklega skemmtilegur og Framarar áttu engan veginn skilið að vinna. Þróttarar voru betri á heildina og hefðu alveg getað unnið. Svo í lok leiksins fagnaði ég sem óður væri með Frömurum og stemningin meðal áhorfenda þegar þeir voru að fagna Fram var á þessa leið:"Jú,jú, það var ágætt hjá ykkur að vinna en þið áttuð það ekki skilið því þið spiluðuð ömurlegan bolta og voruð lélegir". En gott hjá Fram að halda sér uppi hvað sem öðru líður.

Stefnan er síðan að fara að sjá leik Skagamanna gegn FH-ingum í úrslitum bikarkeppninnar eftir rúma viku. Þar má búast við alvöru leik og má geta þess að ég er heill Skagamaður