sunnudagur, 14. nóvember 2004

Bakþankaritarar Fréttablaðsins eru margir ótrúlega lélegir. Þráinn Bertelsson er í uppáhaldi hjá mörgum. Það finnst mér óskiljanlegt. Maður sem skrifar endalaust um "Bússa" og "Dóra" og sandkassa þeirra og allt í þeim dúr. Fíla ekki Þráinn.

Guðmundur Steingrímsson er aftur á móti frábær bakþankaritari. Góður pistill um nef um daginn og oft sér hann skemmtilegar hliðar á málum.

Guðbergur Bergsson er oft góður.

Jón Gnarr er brokkgengur. Stundum góður en á til að detta í eitthvað rugl.

Sigurjón M. Egilsson er held ég hættur enda var hann með lélegustu pistlana.

Kristín Helga er ekki i uppáhaldi.