sunnudagur, 7. nóvember 2004

Esso

Dældi á bílinn áðan á Esso. Nú hefur mikið verið fjallað um verðsamráð olíufélaganna. Allir eru rosalega hneykslaðir og fussa. 95 oktan var held ég á 106 og e-ð lítrinn. Öll þessi læti út af forstjórunum sem töluðu sig saman. En er andskotans verðsamráðið ekki ennþá í gangi? Engum hefur dottið það í hug. Allir halda að þetta sé búið spil eftir lætin undanfarið. Verðsamráðið er pottþétt ennþá í gangi og mun festa sig í sessi sem órjúfanlegur þáttur bensínmarkaðarins.