þriðjudagur, 2. nóvember 2004

Súmóglíma

Nú er nýbúið að fá gervihnattardiskinn á nýja heimilinu til að virka. Datt ég líka ekki inn á dúndurgóða súmóglímu á þýska Eurosport. A.m.k 20 belgir voru að keppa. Vinsælt var að veðja á annan keppenda í hverri glímu "veðja á rauðbróka" eða "veðja á blábróka" eftir litum brókanna. Þrír þeirra voru ekki með nein brjóst, eða á súmómælikvarða "aumingjar". Þeim var svoleiðis dúndrað út í áhorfendastúkur þegar þeir kepptu við drumbana.

Það var líka frábært að sjá að þetta voru ekki allt heilalausir hlunkar. Nokkrir voru með frábæra tækni og smeygðu sér undan þegar andstæðingurinn ætlaði að þruma þeim niður eða út úr hring.

Auðvitað voru öll fíflin með eins hárgreiðslu og maður spyr sig: er skylda að vera um hausinn eins og kínversk kerling? Af hverju er enginn súmókappi snoðaður. Laga þetta.