sunnudagur, 28. nóvember 2004

Besti leikur Liverpool í mjög langan tíma

Ég hef sjaldan verið ánægðari með spilamennsku Liverpool en í dag. Þeir unnu smjörkúkana í Arsenal verðskuldað 2-1. Á síðustu mínútu leiksins var staðan enn 1-1, ég staðinn upp úr stólnum af spenningi, síðan kom Mellor litli og bombaði helvítinu neðst í netið fram hjá Lehmann. Menn ærðust úr fagnaðarlátum.

Staða liðsins í deildinni er samt ekkert beisin, en gott að bregða fæti fyrir Arsenal í meistarabaráttunni.