laugardagur, 13. nóvember 2004

Biðtónlist og leiðindi á Aktu taktu

Fyrir skömmu fór ég á Aktu taktu en ók þó ekki og tók heldur át inni á staðnum, sem er vafasamt. Afgreiðslukerlingin rukkaði 800 krónur fyrir illa þefjandi, sóðalega og vonda smloku með osti og kokteilsósu ásamt smá frönskum og smá pepsi. Hvað á þessi biðtónlist á staðnum að þýða? Þetta þurfti ég að þola á meðan ég reyndi að svæla hroðbjóðnum.

Ég held að Aktu taktu séu með þroskaheftan mann í vinnu sem spilar á trekant, eða kannski "My first"- hljómborð frá Sony. Nei, þetta var ljótt.

Biðtónlistin er ekki vinsæl.