laugardagur, 13. nóvember 2004

Kínverjar

Kínverjar eru fyndnir. Á föstudagskvöldið var bjór drukkinn á heimili nafna Líndals áður en farið var á Gauk á stöng. Horft var á B-mynd á SkjáEinum sem heitir Dragon: story of Bruce Lee og sonur Bruce leikur aðalhlutverkið. Söguþráðurinn var lítill sem enginn en skemmtanagildið þeim mun meira. Aðalhetjan var svakabardagahetja og lumbraði á hinum og þessum með kung-fu.