þriðjudagur, 2. nóvember 2004

Smíðakennarinn trallandi

Um daginn kenndi forfallakennari mér efnafræði. Hann var afar ferskur og lá í bröndurunum. Þegar hann las upp hóf hann skyndilega upp raust sína eftir að haf lesið nafn einnar bekkjarsystur minnar og söng hástöfum um hana. Hress tappi.

Forfallakennarinn minnti mig á smíðakennara sem ég hafði í grunnskólanum í sveitinni. Sá söng í hverjum einasta tíma um nemendur. Alltaf þegar ég rétti upp hönd og ætlaði að fá hjálp við smíðisgrip minn hóf karlinn að syngja. Hann söng "Hann heitir Guðmundur og segir doijoijoijoij, hann er úr járni og segir doijoijoijoijoij" Þeir sem þekkja þetta lag vita að maðurinn í laginu heitir Árni en ekki Guðmundur. En smíðakennaranum trallandi var skítsama um það. Ein bekkjarsystir mín hét Margrét. Þegar hún bað um aðstoð söng maðurinn "Magga, í bragga læðist út um glugga..." og ef hún endurtók aðstoðarbeiðni sína söng smíðkennarinn bara sem aldrei fyrr "..í vetur betur gekk henni...".

Það var nokkuð erfitt að eiga við kennarann á köflum en samt sem áður skemmtilegur maður.