Lyfjapakkið
Var á kynningu um lögfræðideild Háskólans. Það er ágætt að fara að velta fyrir sér framhaldinu nú þegar líður að síðasta árinu í MR. Mér leist ekkert frábærlega á þetta. Kannski er þetta allt í lagi. Reyndar er ég frekar óákveðinn varðandi framhaldsnám. Mér líst ágætlega á verkfræði, iðanaðarverkfræði og byggingaverkfræði. Svo gæti verið að ég skellti mér bara til Danmerkur í framhaldsnám.Í MR er gífurlegur fjöldi sem þykist ætla að verða læknar. Ekki hef ég minnsta áhuga á því að krukka í einhverju veiku liði með grímu fyrir andlitinu og sprautu í annarri. Hvernig er hægt að hafa áhuga á slíku rugli? Námið tekur langan tíma og er erfitt og svo er þetta mjög stressandi starf. Það er samt gott að áhuginn skuli vera til staðar því annars væru engir læknar og þá færi allt í vaskinn í þjóðfélaginu.
Læknar eru samt ekki eina stéttin í heilbrigðiskerfinu. Það er t.d. líka hægt að gerast lyfjafræðingur eins og móðir mín. Móðir mín hefur stundum haldið fundi og boð fyrir lyfjafræðinga (eða lyfjapakkið eins og ég kýs að kalla þá) og þá drjúpa leiðindin af hverju strái. Áhugi minn á lyfjafræði er enginn. Þar fyrir utan eru starfsmöguleikar fyrir lyfjafræðinga miklu takamarkaðari eftir að apóteksrekstur var gefinn frjáls.
Hverju mæla menn með?