laugardagur, 19. febrúar 2005

Listasafn Reykjavíkur

Í gær var ókeypis aðgangur að öllum söfnum borgarinnar vegna Vetrarhátíðar. Þá skelltu menn sér m.a. í Listasafn Reykjavíkur. Sjaldan hef ég séð annað eins bruðl á húsnæði og þar. Þrjú stór auð rými prýddu húsið, þar af einn risastór salur (á við fínasta íþróttahús). Þetta á besta stað niðri í bæ. Svo pukrast MR-ingar í íþróttasal sínum sem er ekkert annað en kompa. Hvernig væri að þetta auða húsnæði fengjum við fyrir íþróttaiðkun?