mánudagur, 7. febrúar 2005

Samkennd

Mesta samkennd sýna Íslendingar þegar úti er snjór og hálka. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hef ég spólað og setið fastur á bíl móður minnar sem er á heilsársdekkjum. Hefur þá alltaf einhver komið eins og kallaður og rétt fram hjálparhönd og ýtt bílnum af stað. Einu sinni var ég búinn að sitja pikkfastur í tíu mínútur og rótspóla fram og aftur í 20 cm þykku snjólagi. Ég var búinn að reyna að ýta bílnum sjálfur og reyna ýmsar hundakúnstir, til að koma honum af stað en allt kom fyrir ekki og orðinn snælduvitlaus. Þá kom allt í einu kappi í kuldaúlpunni sinni og bombaði kvikindinu af stað og ég gat ekið mína leið.

Í hálkunni hér á Íslandi gildir máltakið: Þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst.

Svo hressir það að geta rétt fram hjálparhönd.