sunnudagur, 20. febrúar 2005

Fimm fræknu

Þegar ég renndi í Hafnarfjörð að sækja Vestur-Íslenska frænku mína og Kanadískan mann hennar sá ég magnaða sjón. Frænkan og maðurinn voru í húsi vinkonu frænkunnar. Það hús var staðsett rétt við tjörnina í Hafnarfirði og ekki hægt að komast að því nema keyra á göngustígum. Og það gerði ég og skrúfaði niður rúðuna. Þegar við vorum að keyra til baka á friðsælum göngustígnum blasti við þessi magnaða sjón, fimm þroskaheftir kappar í göngutúr ásamt gæslumanni. Fremstur í flokki kjagaði maður með sundhettu á hausnum. Þegar hann sá bílinn koma varð hann hræddur og hljóp til baka til hinna. Þá hafði ég stöðvað bifreiðina og beið eftir að þeir færu framhjá. Þeir gengu síðan framhjá í rólegheitum en einn þeirra stóðst ekki mátið að stökkva að opinni rúðunni hjá mér og sagði: "BRÚMM! BRÚMM!" inn í bílinn og klappaði síðan saman lófunum mjög kátur. Þetta fannst mér frábær húmor og hneggjaði af hlátri.

Ég er samt viss um að forystusauðurinn neitar að fara út nema með sundhettuna á hausnum. Þá er sjálfsagt að leyfa það. Kannski vill hann aldrei taka hana af höfðinu.

Það væru örugglega aldrei stríð í heiminum ef allir væru svona hressir og kátir. Una glaðir við sitt og þurfa ekki neitt stórkostlegt til að skemmta sér.