laugardagur, 19. febrúar 2005

Slóvenskur Gísli Marteinn

Örbylgjuloftnetið hefur verið bilað í kvöld svo ekki hefur verið hægt að horfa á íslenskt sjónvarp. Því stillti ég á TV Slovenija á gervihnettinum og horfði á slóvenskan spjall/grínþátt. Ekki var ég að missa af miklu í þessu íslenska en Slóvenarnir kunna sitt fag. Þættinum stjórnuðu einhver gaur og gullfalleg stúlka. Svo voru sagðir brandarar á slóvensku sem ég skildi auðvitað ekki en hló af því að þeir voru örugglega mjög fyndnir.

Held ég horfi á þetta næstu laugardagskvöld á meðan Gísli geiflar sig í Ríkissjónvarpinu.