fimmtudagur, 10. febrúar 2005

Ef þú verður EKKI drukkinn, þá:

-Geturðu komist hjá því að æla alla nóttina.

-Eyðirðu ekki öllum peningunum þínum í kvöld sem þú mans hvort eð er lítið eða ekkert eftir.

Þetta er brot af því sem stendur í bæklingi með heitinu Hvað veist þú um áfengi? Lýðheilsustöð dreifði þessum bæklingi í skólanum af því að árshátíðin er í kvöld. Einnig eru sýnd áhrif af níu bjórum á 80 kg karlmann "AUGLJÓS EITRUNAREINKENNI, SJÁLFSSTJÓRN Á BAK OG BURT". En þetta er ekki það eina. Eftir 13 bjóra: "HÆTTIR AÐ HAFA STJÓRN, t.d. Á ÞVAGBLÖÐRU". Hver kannast ekki við það? Aðeins of margir bjórar og þvagblaðran er farin að stökkva og berja og reynir að sleppa út úr líkamanum, æðir um stjórnlaust. Einnig stendur að áfengi sé skaðlegt ÖLLUM líffærum. "Ef þú vilt hugsa vel um heilsuna og líf þitt ættirðu að sleppa því að drekka, fresta því eða drekka a.m.k. ekki mikið í hvert skipti".

Já, allir sem verða drukknir æla alla nóttina.

Annar eins áróður hefur varla heyrst. Sumt af þessu er hreinlega lygi og að ljúga í forvarnarskyni gefst ekki sérstaklega vel. Það hefur frekar áhrif í öfuga átt.

Það hefði mátt taka saman efni bæklingsins í eina setningu:
EF ÞÚ DREKKUR ÁFENGI ÞÁ DEYRÐU OG FERÐ TIL HELVÍTIS!