sunnudagur, 13. febrúar 2005

Celtic Cross

Gleymdi að minnast á að við fórum á Celtic Cross og Ara í Ögri líka í gær. Celtic Cross er aðallega fyrir gamalt lið. Þar kom stelpa til mín og sagði: "Ert þú ekki í björgunarsveit?". Ég leit á hana. Síðan færði ég augun hægt til vinstri. Síðan hægt til hægri. Síðan aftur á hana og sagði: "Nei". Búið.