laugardagur, 12. nóvember 2005

DNA heilun?

Konan í þessu viðtali veit einstaklega lítið um hvað hún er að tala. Kastar fram vafasömum fullyrðingum um að hún geti bara breytt erfðamengi mannsins (DNA). Undir lok viðtalsins segir konan "Það skiptir engu máli hvort þetta eru kallaðar skottulækningar eða ekki. Málið er að það er enginn maður sem getur heilað annan mann. Við heilarar erum aðeins farvegur fyrir orku alheimsins. Í alheimsorkunni er mikill heilunarkraftur og við sækjum þangað heilunarkraft til þess að gera okkur heil. Ég hef trú á því jú, að við getum heilað hvað sem er í okkur sjálfum og það er mín trú, það er trú margra. Ég er ekkert að segja öðrum að trúa því. Það verður hver og einn að finna það".

Í upphafi var hún nokkuð kokhraust en eftir það er hún sífellt afsakandi og segir oft: "Við þurfum ekki að taka þessu svona hátíðlega". Svo segir hún framarlega í viðtalinu: "Við getum öll heilað, við höfum öll í okkur þennan mátt að heila". Hún fer nokkrum sinnum í þversögn við eigin orð. Það er líka athyglisvert að sjá hvernig læknirinn, sem er andstæðingurinn í viðtalinu, horfir á hana.

Var hún á einhverju í þessu viðtali.