mánudagur, 14. nóvember 2005

Í strætó um árið

Strætó stoppar á skiptistöðinni í Mjódd. Ranglandi fullur maður og enn fyllri kona búa sig undir að stíga um borð.
Bílstjórinn: "Bíðið við, þið fáið ekki að koma inn"
Maðurinn: "Af hverju ekki?"
Strætóbílstjórinn: "Af því að hún er full"
Maðurinn: "Neinei, hún er ekkert full"
Maðurinn við konuna: "Ertu nokkuð full?"

En konan hafði gefist upp og tók ekki þátt í leiknum lengur. Og öllum er ljóst að þessi maður er galinn.