sunnudagur, 20. nóvember 2005

Halló halló

Klukkan er 9:04 á sunnudagsmorgni. Ég væri ekki vaknaður nema út af því að ég vaknaði við babblið í þeim gömlu á hæðinni fyrir neðan (þær gera greinilega ekki ráð fyrir að nágrannar sínir hafi verið í blússandi sveiflu í gærkvöldi). Held að þær hafi verið með gamlar kerlingar í heimsókn hjá sér. Svo heyri ég aldrei orðaskil, nema eitt og eitt orð og það er greinilega ein kerling sem talar manna mest og manna hæst. Ég heyri líka á tóninum í röddinni að henni er mikið niðri fyrir, greinilega að tala um eitthvert þjóðþrifamál. Annars hljómar þetta einhvernveginn svona: "Já, því að babbalabbalabbababb..."

Hún ætlar bara aldrei að þagna, kerlingin.