þriðjudagur, 1. nóvember 2005

Peter Crouch grínið

Peter Crouch grínið heldur áfram leik eftir leik. Maðurinn klöngrast og skakklappast um völlinn, klúðrar boltum og skorar aldrei, en samt er hann í byrjunarliði leik eftir leik. Mögnuð taktík, Benítez, mögnuð.

En í kvöld er óþarfi að kvarta og kveina, Liverpool malaði Andelecht 3-0 og uppáhalsdsleikmaðurinn minn, Djibril Cissé, rak smiðshöggið. Við það tækifæri mynduðu myndatökumennirnir Peter Crouch á bekknum (sem hafði einmitt farið út af fyrir Cissé á 70. mín.), sem var alveg eins og kind í framan, grey karlinn. Góður sigur og aftur er komin vonarglæta í liðið eftir magra daga. Morientes skoraði meira að segja. Ólgandi.