fimmtudagur, 24. nóvember 2005

Ríki og kirkja

Almennt er ég á móti einkavæðingu. Ég er á móti mikilli einkavæðingu í skólakerfinu og ég er á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Aðskilnaður ríkis og kirkju þykir mér hins vegar ljómandi góð hugmynd. Ég tel ekki nauðsynlegt að hafa eina ríkistrú og finnst að menn eigi að fá að stunda "kukl" og blót og fleira ef þeir kjósa það. Ríkið gæti sparað nokkuð mikið á því að setja kirkjuna út á markaðinn. Flestir íslendingar stunda kirkjuna lítið. Helst til að gifta sig, jarða sig, skíra sig og fara í jólamessu. Fyrir utan þessa viðburði standa kirkjurnar gapandi tómar árið um kring.

Heilbrigð samkeppni á trúarmarkaðnum væri mjög hressandi. Það væri nú gaman ef bisnisskarlar ættu þjóðkirkjuna. Þjóðkirkjan færi að auglýsa:

Hefur þú bragðað messuvínið okkar?
-Þjóðkirkjan

Nýir og þægilegir bekkir í næstu kirkju
-Þjóðkirkjan

Svo færu stórkaup að sjást á hinum frjálsa trúarmarkaði og fyrirsagnir blaðanna væru:

Þjóðkirkjan kaupir Fíladelfíusöfnuðinn

Ásatrúarfélagið hf. kaupir Óháða söfnuðinn

Þjóðkirkjan skilar hagnaði á öðrum ársfjórðungi
Þjóðkrikjan hf. skilaði 1,5 milljarða hagnaði á öðrum ársfjórðungi samanborðið við þriggja milljarða tap á fyrsta ársfjórðungi. Hagnaðinn nú má þakka hagræðingu og kaupum Þjóðkirkjunnar á Fíladelfíusöfnuðinum...

Þetta er of freistandi til að sleppa því.