sunnudagur, 27. nóvember 2005

Íslenski bachelorinn

Flestir virðast sammála um að botninum sé náð í íslenskri dagskrárgerð. Kynnirinn er líklega mesti amatör sem sést hefur í íslenskum þætti fyrr og síðar. En þetta skiptir ekki máli. Þatturinn fær áhorf og það er væntanlega aðallatriðið fyrir stjórnendur Skjás eins. Fólk horfir á þetta til að sjá hvað þetta er lélegt, hlær að þessu og hneykslast.

Var það ef til vill tilgangur þáttarins?

Þorsteinn Guðmundsson komst nokkuð vel að orði á Edduverlaunahátiðinni um daginn: "Í íslenska Bachelornum keppast fimmtán einstæðar mæður um smið með varalit. Ég þarf ekkert að horfa á það í sjónvarpinu, ég get alveg séð það bara niðri á Kaffi Reykjavík"