laugardagur, 12. nóvember 2005

Höfðinglegt boð

Farsíminn hringir. Guðmundur svarar. Tölvukvenrödd: "Notandi 86bleble hefur boðið þér að taka þátt í samtali á þinn kostnað"

Höfðinglegustu boðin eru alltaf þau sem maður sjálfur ber kostnað af. Næst þegar ég held stórveislu ætla ég að bjóða fullt fullt af gestum og auðvitað allt á þeirra kostnað. Eftir veisluna fá þeir sendan gíróseðil með sundurliðuðum upplýsingum um kostnaðinn sem af þeim hlaust, dæmi:
Heitur réttur, 50 grömm - 432 krónur
Súkkulaðikaka, 17 grömm - 202 krónur
Húshitunarkostnaður, 1/267 af reikningi mánaðarins - 15 kr.
Slit á gólfefnum - 1 króna og 13 aurar
Klósettpappír, 10 blöð - 12 krónur
o.s.frv.