fimmtudagur, 17. nóvember 2005

Gagnrýni: Corpse Bride

Hef séð tvær frábærar myndir frá Tim Burton (Charlie and the Chocolate Factory og Big Fish). Corpse Bride er ekki leiðinleg. Hins vegar vantar eitthvað upp á söguna, hún er auk þess of tilviljanakennd. Svo er of mikið af söngatriðum sem hafa mjög takmarkað skemmtanagildi. Brandararnir hefðu mátt vera betri. Eftir stendur að Tim Burton getur gert betur.

Einkunn: 7,5.