laugardagur, 12. nóvember 2005

Kastljós ársins

Ég var að sjá núna á netinu "viðtal" við Kára Stefánsson úr Kastljósi RÚV. Þetta er eitt það óborganlegasta sem ég hef séð. Lokaorð Kára eru æðisleg: "Þetta mistókst gjörsamlega". Þeir sem misstu af þessu ættu að kíkja á þetta. Þetta var í sama þætti og snarbilaði DNA-heilarinn kom fram. Þarna er augljóslega kominn Kastljósþáttur ársins 2005 og fer í flokk með þættinum þar sem Kristján Jóhannsson talaði um rauðu brjóstin að ógleymdum mögnuðum þætti með Árna Johnsen þegar hann spurði spyrilinn "Hvaða siðferði hefur þú?"

Spaugstofan reyndi að gera grín að þessu Káraviðtali en það varð ótrúlega aumt því engu var við að bæta.