föstudagur, 18. nóvember 2005

Kafteinn Flygenring

Þeir sem horfðu á Edduverðlaunin halda e.t.v. að Silvía Nótt sé aðalsjónvarpsstjarna Íslands í dag. Þar skjátlast þeim. Hver er það sem hefur sölsað undir sig bæði RÚV og 365 ljósvakamiðla? Mikið rétt, kafteinn Flygenring. Kafteinn Flygenring er aðalmaðurinn í Kallakaffi sem sýnt er RÚV og vakið hefur heimsathygli. Ekki nóg með það, heldur er kafteinninn stjórinn á Ástarfleyinu sem sýnt er á Sirkus við frábærar undirtektir. Eru það ekki nægar sannanir fyrir því hver aðalmaðurinn er í dag?

Ég hef ákveðið að taka mér þennan meistara til fyrirmyndar. Alltaf ef ég lendi í klípu spyr ég sjálfan mig: "Hvað skyldi kafteinn Flygenring gera í þessari stöðu?". Ef ég veit ekki hvernig skal svara einhverri spurningu: "Hvernig skyldi kafteinn Flygenring svara þessu?". Þetta hugarfar kemur alltaf til bjargar á ögurstundu.