Kosningabaráttan hafin
Jæja, í dag hófst kosningabaráttan fyrir skólakosningarnar. Allir hrúguðu auglýsingum upp á veggi skólans og sumir dreifðu blaðsneplum. Mér skildist að 12 manns væru í framboði fyrir stjórn Framtíðarinnar en ég sá ekki auglýsingar fyrir svo marga. Ég hengdi upp fimm auglýsingar en margir voru með töluvert fleiri. Ég sá einhverjar auglýsingar frá Dodda, Steindóri, Lovísu, Tótlu og Björk. Þetta gera 6 manns (að mér meðtöldum). Þetta er allt ágætis fólk en ég mæli samt með að bæði viti borið fólk og vitleysingar kjósi mig. Ég mun verða góður fulltrúi fyrir alla (sem er augljóst).
mánudagur, 31. mars 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|