Meistarastykkið Nói Albínói
Í gær tókst að fara á Nóa Albínóa í bíó (ég var búinn að gera tvær misheppnaðar tilraunir til að sjá myndina). Ég gerði ekki miklar væntingar til myndarinnar, sérstaklega af því að mér fannst kynningarplakat hennar mjög asnalegt: einhver þurs á harðahlaupum. En myndin stóið aldeilis undir væntingum og gott betur. Óhætt er að fullyrða að þessi mynd er ein besta íslenska mynd sem gerð hefur verið, ef ekki sú besta. Hún er líka nú þegar búin að fá kvikmyndaverðlaun erlendis. Og gott ef hún fær ekki bara Edduverðlaunin íslensku líka. Rosalegt. Kvikmyndatakan er sérdeilis góð og það sama má segja um leikarana.
Myndin fjallar um drenggarm sem heitir Nói. Hann býr í sjávarplássi úti á landi. Faðir hans er mikill drykkjurútur og drengurinn býr hjá ömmu sinni. Hann er í framhaldsskóla en mætir illa og það endar með því að skólastjórinn rekur hann. Ekki líður á löngu þar til stúlka flytur í þorpið og verður Nói strax hrifinn af henni. Myndin er mjög fyndin og hnyttnir brandarar prýða hana út í gegn.
Hún endar hins vegar illa.
Þetta er snilldarmynd sem ég mæli með.
Einkunn: fjórar stjörnur af fimm mögulegum.****
laugardagur, 15. mars 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|